Verkefnabanki kennara
Velkomin í verkefnabanka kennara
Hér getur þú nálgast verkefni sem aðrir kennarar hafa deilt í tengslum við bækur á Stafbók. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að bæta við verkefnum í verkefnabankann.
Fjölbreytt verkefni í verkefnabankann
Markmið okkar er að styðja við kennara og nemendur með fjölbreyttum verkefnum sem byggja á þremur lykilþáttum náms: þekkingu, færni og leikni. Verkefnin byggja á efni úr bókunum okkar og eru hönnuð til að veita nemendum aðgengilegt og áhugavert námsefni sem tengist þeirra eigin reynslu og umhverfi. Í verkefnabankanum eru þúsundir verkefna.
Aðgangur fyrir kennara
Kennarar sem kenndu félagsfræði í framhaldsskólum árið 2024 hafa þegar fengið aðgang að verkefnamöppum í Google Drive. Til að fá aðgang:
- Smelltu á viðeigandi möppu að neðan
- Ef þú hefur ekki aðgang, sendu tölvupóst á stafbok@stafbok.is og við bætum þér á listann.
Þekking:
- Afbrotafræði - þekkingarverkefni
- Almenn félagsfræði - þekkingarverkefni
- Heilsufélagsfræði - þekkingarverkefni
- Inngangur að félagsfræði - Grunnurinn - þekkingarverkefni
- Inngangur að félagsfræði - Samtímafélagsfræði - þekkingarverkefni
- Kenningar í félagsfræði – þekkingarverkefni
Færni og leikni:
- Afbrotafræði - færni og leikni
- Almenn félagsfræði - færni og leikni
- Heilsufélagsfræði - færni og leikni
- Inngangur að félagsfræði - Grunnurinn - færni og leikni
- Inngangur að félagsfræði - Samtímafélagsfræði - færni og leikni
- Kenningar í félagsfræði - færni og leikni
Þekking, færni og leikni
- Þekking er grunnurinn að námi og vísar til þess sem nemendur læra t.d. hugtök, kenningar og staðreyndir. Með þekkingu sköpum við undirstöður sem færni og leikni byggja á.
- Færni er hæfileikinn til að nýta þekkinguna í verkefnum, greina efni, vinna með gögn og leysa vandamál. Hún þróast í gegnum verklegar æfingar og verkefni.
- Leikni er getan til að beita bæði þekkingu og færni í mismunandi samhengi, greina flóknar aðstæður og taka upplýstar ákvarðanir í raunverulegum aðstæðum.
Við byggjum upp námsferlið með því að byrja á að þróa þekkingu, sem síðan styður við færni- og leikniverkefni. Þannig ná nemendur að dýpka skilning sinn og nýta hann í fjölbreyttum aðstæðum.
Verkefnagerðir
Verkefnin okkar eru fjölbreytt og skiptast í þrjár megintegundir: þekkingarverkefni, færniverkefni og leikniverkefni.
Þekkingarverkefni
Þekkingarverkefni eru hönnuð til að hjálpa nemendum að tileinka sér grunnatriði og lykilhugtök efnisins. Þau eru fjölbreytt og innihalda m.a.:
- Krossaspurningar
- Paranir
- Innfyllingar og eyðufyllingar
- Orðapýramída og orðademanta
- Krossgátur
- Hengimann og orðaleiki
- „Viltu vinna milljón“
- Myndainnfyllingar
- Lestrargreiningar
- Fjórflokkun hugtaka
- Lykilsetningar
- Orðarugl
- Myndapúsl
Færni- og leikniverkefni
Þegar nemendur hafa náð góðum skilningi á grunnþekkingunni, vinna þeir með færni- og leikniverkefni til að dýpka skilning sinn og nýta hann í nýjum aðstæðum. Þessi verkefni fela í sér m.a.:
- Greindu villurnar
- Ritanir
- Myndbandagreiningar
- Kvikmyndarýni
- Málstofur og rökræður
- Kynningar
- Heimildagreiningar
- H5P gagnvirk verkefni
- Heimasíðugreiningar
- Hópapróf og hópverkefni
- Vefgreiningar
- Fréttagreiningar
Markmið verkefnanna
Markmið okkar er að auðvelda nemendum að:
- Byggja upp trausta þekkingu sem grunn til námsins.
- Þróa færni til að nýta þessa þekkingu í raunhæfum verkefnum.
- Nýta leikni til að tengja námsefnið við daglegt líf og samfélagslegar áskoranir.
Með þessum aðferðum geta nemendur ekki aðeins lært efnið heldur einnig tileinkað sér hæfni sem nýtist þeim til framtíðar.