Umsagnir kennara

"Ég hef notað bókina í inngangsáfanga að félagsfræði og hún hefur reynst mér og nemendum vel. Bókin er hnitmiðuð og vel fram sett en nær engu að síður vel til nemenda og býður upp á marga möguleika í námsmati."

Hermann Hermannsson kennari í FSN um bókina Inngangur að félagsfræði - Grunnurinn

 

"Bókin er auðlesin fyrir nemendur og er sett upp á skemmtilegan hátt ásamt því að vera mjög upplýsandi. Ég hef notað bókina í félagsfræði þar sem nemendur hafa talað um hvað bókin er aðgengileg með skemmtilegum myndum. Ekki of langir textar eða kaflar. Mér finnst bókin bjóða upp á mikla möguleika hvað varðar verkefnavinnu og námsmat."

Sveinn Ólafur Magnússon kennari í FS um bókina Inngangur að félagsfræði - Samtíminn

 

"Ég er að kenna afbrotafræði og nota bókina Inngangur að afbrotafræði frá stafbok.is. Ég tel bókina vera nemendamiðaða, þægileg til lesturs, stuttar málsgreinar, stuttir kaflar með áhugaverðum dæmum til útskýringar. Það hefur einnig verið hjálplegt að fá hugmyndir að kennsluefnum út frá bókinni."  

Sara Matthíasdóttir kennari í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

 

"Ég er mjög ánægð með það efni sem ég hef fengið."

Margrét Haraldsdóttir Félagsfræðikennari í Menntaskólanum við Sund