Umsagnir nemenda

„Ég er búinn að lesa alla bókina þrátt fyrir að það séu aðeins nokkrar vikur búnar af önninni. Mér fannst hún mjög skemmtileg og ég sýndi meira að segja mömmu hana. Ég er ekki mikið fyrir bækur – ég hata bækur – en þessi er svo skemmtileg!“

                              Kara Sól Gunnlaugsdóttir - nemandi í kenningum í félagsfræði

 

Þetta er ekki dæmigerð bók, hún er sett upp svo vel og sérstaklega myndirnar gera þessa bók að algjörum banger. Dæmin í bókinni eru vel gerð og halda áhuga þínum þótt þú hafir kannski ekki áhuga á efninu. 

                              Aron Trausti Svansson - nemandi í Inngangi að félagsfræði: Grunnurinn

 

„Eftir að hafa lesið heilsufélagsfræðibókina sér maður að mikil vinna hefur verið lögð í hana og að hún er vel upp sett. Bókin er afar lærdómsrík og gefur manni nýja sýn á samfélagið.“

                             Fannar Logi Waldorff Sigurðsson - nemandi í heilsufélagsfræði 

 

"Okkur finnst bókin bæði skemmtileg og fræðandi. Bogi leggur sig fram við að gera efni, sem gæti annars verið þurrt og leiðinlegt, aðgengilegt og áhugavert. Þetta er mikið efni, og það getur verið erfitt að setja það fram á skemmtilegan hátt sem vekur áhuga nemenda, en okkur finnst vel til takast."

                            Amelia Zarebska og Helga Líf Sigurðardóttir - nemendur í afbrotafræði

 

Ótrúlega skemmtilegt að lesa þessa bók! Ég les ekki mikið, en í samanburði við aðrar skólabækur er þessi bæði áhugaverð og skemmtileg. Mæli hiklaust með henni! Geggjað líka að geta haft hana í tölvunni.

                            Bríet Björk Hauksdóttir - nemandi í félagsfræði

 

"Bókin þín er mjög vel upp sett og stílhrein. Allt er auðskiljanlegt, og ég gæti jafnvel lesið hana í frítímanum ef ég er í afbrotafræðistuði!"

                           Silja Kolbrún Skúladóttir - nemandi í afbrotafræði

 

"Bókin er frábær og full af gagnlegum upplýsingum. Mæli eindregið með henni!"

                           Herdís Björk Björnsdóttir Debes - nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

 

"Ekkert smá spennandi! Heldur manni alveg á tánum. Fyrsta skipti sem ég man eiginlega alltaf að lesa heima."

                           Ísabella Nótt Matthíasdóttir - nemandi í félagsfræði og heilsufélagsfræði