Umsagnir um bækurnar

Bækurnar hafa hlotið góða dóma frá kennurum og sérfræðingum. Hér eru nokkur dæmi:

„Ég er vandræðalega svekkt yfir því að vera ekki að kenna félagsfræði núna því ég missi af því að prufukeyra bókina þína.“
Kennari í félagsfræði

„Þetta eru virkilega aðgengilegar og þægilegar bækur að lesa.“
Greinandi og sérfræðingur

„Það sem ég hef lesið hefur verið spennandi og stefni ég á að reyna að nýta hana í áfanga hjá mér sem fyrst.“
Kennari í félagsfræði

„Virkilega skemmtileg, falleg og frábær með skemmtilegum atriðum samhliða því að vera mjög upplýsandi og aðgengileg.“
Stjórnandi í framhaldsskóla

Prófessor Helgi Gunnlaugsson við Háskóla Íslands skrifar:
„Bækurnar eru mikilvægt framlag til kennslu í félagsfræði á framhaldsskólastigi. Þær veita lesendum aðgengilega og skýra yfirsýn yfir félagsfræðileg hugtök og kenningar, með myndrænni framsetningu sem auðveldar skilning á flóknum samfélagslegum fyrirbærum.

Höfundurinn setur fram helstu grundvallarviðfangsefni félagsfræðinnar á nýstárlegan og aðlaðandi hátt sem hentar sérstaklega vel fyrir nemendur sem eru að kynnast faginu í fyrsta sinn. Með blöndu af lifandi dæmum, ferskri framsetningu og áhugaverðum greiningum hafa bækurnar þann eiginleika að vekja bæði áhuga og gagnrýna hugsun nemenda.

Bækurnar eru ekki aðeins gagnlegar fyrir kennslustofuna, heldur líka fróðlegar heimildir fyrir alla sem vilja dýpka skilning sinn á grunnþáttum samfélagsins.“