Læsi fyrir alla

Þú hefur kannski tekið eftir að bækurnar eru lágt verðlagðar. Þetta er vísvitandi gert með það að markmiði að efla læsi og námshæfni. Bækurnar eru skrifaðar á áhugaverðan hátt á einföldu og auðskildu máli, auk þess að innihalda myndir sem vekja áhuga nemenda. Markmiðið er að tryggja jafnan aðgang að fræðslu sem styður við skapandi hugsun og þátttöku í samfélaginu, í takt við Menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.