Kennslubækur og áfangar

Tenging bóka við námsáfanga

 

Félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga

Þessi bók sameinar lykilatriði félagsfræðinnar og skoðar hvernig umhverfis- og loftslagsbreytingar hafa áhrif á einstaklinga, samfélög og alþjóðlegt samstarf. Hún veitir nemendum grunnskilning á félagsfræðilegum hugtökum, kenningum og tengslum þeirra við raunveruleg málefni eins og ójöfnuð, neysluhyggju og sjálfbærni.

Efnið er sérstaklega viðeigandi fyrir áfanga sem fjalla um samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga, bæði á staðbundnu og alþjóðlegu sviði, með áherslu á lausnir og ábyrgð einstaklinga, samfélaga og stjórnvalda.

Viðeigandi námsáfangar:

  • FÉLA2LO05 - Félagsfræði - Félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga

Áfanginn fjallar um félagsfræðileg sjónarhorn á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á samfélög, menningu og efnahag. Nemendur kynnast sögulegri þróun, alþjóðapólitík, tæknilausnum og sjálfbærni með fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að gagnrýnni hugsun og skapandi nálgun. Nánar um áfangann hér.

Almenn félagsfræði: Leiðangur inn í heim félagsfræðinnar
Þessi bók sameinar lykilatriði félagsfræðinnar og hentar fyrir áfanga sem fjalla um einstaklinga, samfélög og þróun nútímasamfélaga. Hún veitir nemendum grunnskilning á félagsfræðilegum hugtökum, kenningum og tengslum þeirra við daglegt líf.

Viðeigandi námsáfangar:

  • Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag (FELA2ES05)
    Í þessum áfanga er áhersla lögð á tengsl einstaklings og samfélags, hlutverk menningar og félagsmótun.
    Nánar um áfangann hér.
  • Félagsfræði: Nútímafélagsfræði (FELA3NF05)
    Áfanginn greinir nútímasamfélög og þróun þeirra, með áherslu á hvernig félagsfræðileg hugtök og kenningar eiga við í nútímanum.
    Nánar um áfangann hér.

 

Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag (FELA2ES05)
Áfanginn fjallar um tengsl einstaklings og samfélags, hlutverk menningar, félagsmótun og áhrif samfélagslegra þátta á líf fólks. Við mælum með bókinni:

Nánar um áfangann hér.

 

Félagsfræði: Nútímafélagsfræði (FELA3NF05)
Áfanginn fjallar um nútímasamfélög og þróun þeirra, með áherslu á félagsleg hugtök og kenningar. Viðeigandi bók:

Nánar um áfangann hér.

 

Félagsfræði: Afbrotafræði og frávikshegðun (FELA3AH05)
Í þessum áfanga er lögð áhersla á skilning á afbrotafræði og frávikshegðun. Við mælum með bókinni:

Nánar um áfangann hér.

 

Félagsfræði: Kenningar og samfélag (FELA3KS05)
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að skilja félagsfræðilegar kenningar og tengja þær við samfélagsleg fyrirbæri. Við mælum með bókinni:

Nánar um áfangann hér.

 

Heilsufélagsfræði (FELA3HE05)
Áfanginn fjallar um tengsl milli heilsu, samfélags og einstaklings, með áherslu á félagsleg áhrif á heilbrigði og vellíðan. Við mælum með bókinni:


Nánar um áfangann hér.

 

Rannsóknir í félagsfræði

Þessi bók veitir nemendum innsýn í rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar og hvernig þær eru notaðar til að greina og skilja samfélagsleg fyrirbæri. Hún fjallar um lykilhugtök, megindlegar og eigindlegar aðferðir, siðferðileg álitamál og hvernig rannsóknir geta haft áhrif á stefnumótun og samfélagslega umræðu.

Efnið er sérstaklega viðeigandi fyrir áfanga sem fjalla um rannsóknaraðferðir og gagnagreiningu í félagsfræði, með áherslu á hagnýta færni í gagnaöflun, úrvinnslu og gagnrýna greiningu á félagslegum fyrirbærum.

Viðeigandi námsáfangar:

FÉLA3RA05 - Félagsfræði - Rannsóknir í félagsfræði
Áfanginn fjallar um félagsfræðilegar rannsóknaraðferðir og gagnagreiningu með áherslu á aðferðir megindlegra og eigindlegra rannsókna. Nemendur læra að skipuleggja og framkvæma eigin rannsóknir, meta rannsóknarniðurstöður og beita gagnrýnni hugsun.

Nánar um áfangann hér.