Kennslubækur og áfangar
Tenging bóka við námsáfanga
Félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga
Þessi bók sameinar lykilatriði félagsfræðinnar og skoðar hvernig umhverfis- og loftslagsbreytingar hafa áhrif á einstaklinga, samfélög og alþjóðlegt samstarf. Hún veitir nemendum grunnskilning á félagsfræðilegum hugtökum, kenningum og tengslum þeirra við raunveruleg málefni eins og ójöfnuð, neysluhyggju og sjálfbærni.
Efnið er sérstaklega viðeigandi fyrir áfanga sem fjalla um samfélagsleg áhrif loftslagsbreytinga, bæði á staðbundnu og alþjóðlegu sviði, með áherslu á lausnir og ábyrgð einstaklinga, samfélaga og stjórnvalda.
Viðeigandi námsáfangi:
- FÉLA2LO05 - Félagsfræði - Félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga
Áfanginn fjallar um félagsfræðileg sjónarhorn á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á samfélög, menningu og efnahag. Nemendur kynnast sögulegri þróun, alþjóðapólitík, tæknilausnum og sjálfbærni með fjölbreyttum verkefnum sem stuðla að gagnrýnni hugsun og skapandi nálgun. Nánar um áfangann hér.
Almenn félagsfræði: Leiðangur inn í heim félagsfræðinnar
Þessi bók sameinar lykilatriði félagsfræðinnar og hentar fyrir áfanga sem fjalla um einstaklinga, samfélög og þróun nútímasamfélaga. Hún veitir nemendum grunnskilning á félagsfræðilegum hugtökum, kenningum og tengslum þeirra við daglegt líf.
Viðeigandi námsáfangar:
Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag (FELA2ES05)
Í þessum áfanga er áhersla lögð á tengsl einstaklings og samfélags, hlutverk menningar og félagsmótun. Nánar um áfangann hér.
Félagsfræði: Nútímafélagsfræði (FELA3NF05)
Áfanginn greinir nútímasamfélög og þróun þeirra, með áherslu á hvernig félagsfræðileg hugtök og kenningar eiga við í nútímanum.
Nánar um áfangann hér.
Inngangur að félagsfræði: Grunnur að skilningi á samfélaginu
Grundvallarbók sem útskýrir lykilhugtök og kenningar félagsfræðinnar með áherslu á einstaklinginn í samhengi við samfélagið.
Viðeigandi námsáfangi:
-
Félagsfræði: Einstaklingur og samfélag (FELA2ES05)
Áfanginn fjallar um tengsl einstaklings og samfélags, hlutverk menningar, félagsmótun og áhrif samfélagslegra þátta á líf fólks. Við mælum með bókinni: Nánar um áfangann hér.
Inngangur að félagsfræði: Félagsfræði í nútímanum samfélag í þróun
Þessi bók tekur á mikilvægum málefnum og breytingum sem við stöndum frammi fyrir í nútímasamfélagi, þar sem hnattræn öfl, tækniþróun og samfélagsbreytingar hafa sífellt meiri áhrif á daglegt líf.
Viðeigandi námsáfangi:
Félagsfræði: Nútímafélagsfræði (FELA3NF05)
Áfanginn fjallar um nútímasamfélög og þróun þeirra, með áherslu á félagsleg hugtök og kenningar.
Nánar um áfangann hér.
Inngangur að afbrotafræði: Frá kenningum til raunveruleikans
Viðeigandi námsáfangi:
Félagsfræði: Afbrotafræði og frávikshegðun (FELA3AH05)
Í þessum áfanga er lögð áhersla á skilning á afbrotafræði og frávikshegðun. Við mælum með bókinni:
Nánar um áfangann hér.
Afbrotafræði og sérhæfð viðfangsefni
Bókin dregur fram flóknustu og alvarlegustu glæpi samtímans. Bókin fjallar m.a. um hryðjuverkasamtök, skipulagða glæpastarfsemi, netglæpi, mannshvörf, raðmorðingja og nýjar áskoranir sem fylgja tækniframförum. Hún skoðar einnig alþjóðleg afbrot, afbrotasálfræði og áhrif afbrota á fórnarlömb.
Viðeigandi námsáfangi:
Afbrotafræði II – Sérhæfð viðfangsefni (FÉlA3AB05) - ath lýsingin er í uppfærslu
Framhaldsáfangi í afbrotafræði þar sem lögð er áhersla á að dýpka skilning nemenda á helstu viðfangsefnum greinarinnar með áherslu á gagnrýna hugsun, fræðilega greiningu og beitingu kenninga. Fjallað verður m.a. um sérhæfð og alvarleg afbrot, áhrif tæknibreytinga og alþjóðavæðingar, þróun refsinga og sálfræðilega þætti gerenda.
Nánar um áfangann hér.
Kenningar í félagsfræði: Að sjá heiminn með augum félagsfræðinnar
Yfirlit yfir helstu kenningar félagsfræðinnar og hvernig þær útskýra samfélagið í dag. Þessi bók er hugsuð fyrir nemendur sem vilja skilja félagsfræðina á enn ítarlegri hátt og fá verkfæri til að greina samfélagið með félagsfræðilegum gleraugum.
Viðeigandi námsáfangi:
Félagsfræði: Kenningar og samfélag (FELA3KS05)
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að skilja félagsfræðilegar kenningar og tengja þær við samfélagsleg fyrirbæri. Við mælum með bókinni:
Nánar um áfangann hér.
Inngangur að heilsufélagsfræði: Leiðin að betri skilningi á heilsu og vellíða
Heilsufélagsfræði (FELA3HE05)
Áfanginn fjallar um tengsl milli heilsu, samfélags og einstaklings, með áherslu á félagsleg áhrif á heilbrigði og vellíðan.
Viðeigandi námsáfangi:
Framhaldsáfangi þar sem lögð er áhersla á að skoða heilsu og heilbrigði útfrá félagsfræðilegu sjónarhorni. Nemendum verður kennt að beita rannsóknaraðferðum og kenningum með það að markmiði að auka skilning á viðfangsefnum heilsufélagsfræðinnar.
Nánar um áfangann hér.
Þessi bók veitir nemendum innsýn í rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar og hvernig þær eru notaðar til að greina og skilja samfélagsleg fyrirbæri. Hún fjallar um lykilhugtök, megindlegar og eigindlegar aðferðir, siðferðileg álitamál og hvernig rannsóknir geta haft áhrif á stefnumótun og samfélagslega umræðu.
Efnið er sérstaklega viðeigandi fyrir áfanga sem fjalla um rannsóknaraðferðir og gagnagreiningu í félagsfræði, með áherslu á hagnýta færni í gagnaöflun, úrvinnslu og gagnrýna greiningu á félagslegum fyrirbærum.
Viðeigandi námsáfangi:
FÉLA3RA05 - Félagsfræði - Rannsóknir í félagsfræði
Áfanginn fjallar um félagsfræðilegar rannsóknaraðferðir og gagnagreiningu með áherslu á aðferðir megindlegra og eigindlegra rannsókna. Nemendur læra að skipuleggja og framkvæma eigin rannsóknir, meta rannsóknarniðurstöður og beita gagnrýnni hugsun.
Nánar um áfangann hér.