Undirbúningur fyrir félagsvísindi við Háskólann á Akureyri
Námið í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri
Félagsvísindanámið er fjölbreytt námsleið. Lögð er áhersla á að skoða samspil einstaklings, samfélags og menningar á ýmsum sviðum. Námið undirbýr þig til að rýna í og svara mikilvægum spurningum tengdum uppruna, stöðu og framtíð samfélaga í heimi hraðra breytinga.
ÞJF0176110 Inngangur að félagsvísindum
Farið er yfir sögu félagsvísinda og helstu viðfangsefnum þeirra lýst í hnotskurn. Lögð verður áhersla á helstu kenningar sem liggja félagsfræði, mannfræði og stjórnmálafræði til grundvallar og viðurkenndar aðferðir við öflun þekkingar innan þeirra greina. Sérstaklega verður fjallað um samband einstaklings og samfélags, eðli samfélagsreglu og orsakir átaka og breytinga. Nánar um námskeiðið hér.
Viðeigandi bækur :
Bókin Almenn félagsfræði er afrakstur margra ára reynslu minnar sem félagsfræðikennari, þar sem ég hef safnað efni og hugmyndum úr öllum áttum samhliða því að fylgja nýjustu straumum í greininni. Hún er sérstaklega skrifuð fyrir nemendur sem eru að kynnast félagsfræði í fyrsta sinn, með það markmið að gera flókin hugtök aðgengileg og áhugaverð.
IBH0176110 Iðnbylting og hnattvæðing
Fjallað er um þær efnislegu umbreytingar sem urðu á Vesturlöndum, einkum frá 18. öld og fram til okkar daga. Hugað verður sérstaklega að nokkrum lykilbreytingum, þar á meðal að iðnvæðingunni, upphafi og endalokum nýlendukerfisins, og hnattvæðingunni, jafnframt því sem innbyrðis tengsl þessara þróunarferla verða skoðuð. Sérstök áhersla verður lögð á þær breytingar sem áttu sér stað á Íslandi á 19. og 20. öld og tengsl þeirra við samskonar breytingar á öðrum stöðum í heiminum. Nánar um námskeiðið hér.
Viðeigandi bækur :
RHF0176220 Rannsóknaraðferðir í hug- og félagsvísindum
Í námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði í aðferðafræði hug- og félagsvísinda. Að loknu námskeiði ættu nemendur að geta gert grein fyrir helstu rannsóknaraðferðum. Fjallað er um rannsóknarsnið, gagnaöflunaraðferðir, úrtök og önnur hugtök aðferðafræðinnar. Rætt verður um styrkleika og takmarkanir mismunandi aðferða í hug- og félagsvísindum með hliðsjón af ólíkum markmiðum rannsókna. Hluti kennslunnar fer þannig fram að gestakennarar kynna rannsóknir sínar fyrir nemendum, með áherslu á aðferðafræðiþáttinn. Nánar um námskeiðið hér.
Viðeigandi bækur:
ABR0276090 Afbrot og frávik
Fjallað verður um helstu tegundir afbrota og frávika og kenningar á sviði afbrotafræði og félagsfræði frávika. Sérstaklega verður fjallað um hlutverk lögreglu og löggæslu í samfélaginu. Mismunandi skilgreiningar á eðli og afleiðingum slíkra vandamála verða ræddar í sögulegu ljósi og athyglinni beint að áhrifum margvíslegra hagsmuna á setningu og framkvæmd laga. Nánar um námskeiðið hér.
Viðeigandi bækur:
Afbrotafræði og sérhæfð viðfangsefni
EIR0176120 Eigindlegar rannsóknaraðferðir
Viðfangsefni þessa námskeiðs er eigindlegar rannsóknaraðferðir innan mannvísinda með áherslu á félagsvísindagreinar. Nemendur kynnast sögu, markmiðum og kenningarlegum forsendum eigindlegra rannsóknaraðferða og öðlast þekkingu á ýmsum vandamálum og álitamálum sem þeim tengjast. Nemendur læra til verka m.t.t. etnógrafískrar þátttökuathuganar, vettvangslýsingar, ólíkra viðtalsaðferða, rýnihópsaðferðar, sjálfskoðunar, samvinnurannsókna, aðgerðamiðaðra nytjarannsókna, tákn-, orðræðu- og hugtakagreiningar, minnis-, sagnaritunar og frásagnagreiningar, og eigindlegra samanburðarrannsókna.
Viðeigandi bækur:
TÖL0176220 Tölfræðileg greining
Námskeiðið er inngangsámskeið í tölfræði, ætlað sem undirbúningur fyrir frekara nám í tölfræði og aðferðafræði rannsókna. Efnistök spanna undirstöðuatriði frá forsendum tölfræðilegrar úrvinnslu til mismunandi lýsitalna, mælitalna, einfaldra úrvinnsluaðferða og marktektarprófa.
Viðeigandi bækur:
ÞJF0276210 Kenningar í félagsvísindum
Í þessu námskeiði kynnast nemendur nokkrum helstu kenningarsmiðum félagsvísindanna. Námskeiðið hefst á umfjöllun um frumkvöðla félagsfræðinnar og helstu kenningarskóla en mun svo færast yfir í nútímakenningar. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum sem kynnt eru í inngangi að félagsvísindum.
Viðeigandi bækur:
FÉL0176120 Einstaklingur og samfélag
Fjallað verður um helstu kenningar félagsfræðinnar um tengsl einstaklings og samfélags og rannsóknir byggðar á þeim. Áhersla verður lögð á kenningar um táknræn samskipti, tengslin milli daglegs lífs einstaklinga og formgerðar samfélagsins og samskipti í litlum hópum. Nemendur fá jafnframt þjálfun í því að kryfja félagsfræðilegar tímaritsgreinar og taka þátt í umræðum um innihald þeirra.
Viðeigandi bækur:
FGL0176190 Félagsgerð og lagskipting
Fjallað verður um helstu kenningar um félagsgerð og lagskiptingu samfélaga og rannsóknir á þróun íslenska þjóðfélagsins á síðari tímum. Sérstök áhersla verður lögð á þróun efnahagslífs, menningar og stjórnmála í alþjóðlegu ljósi. Kynntar verða helstu kenningar og rannsóknir á stéttaskiptingu og annarri lagskiptingu samfélagsins. Þá verður fjallað um þróun þjónustu- og þekkingarhagkerfisins, velferðarríki og markaðsvæðingu og alþjóðavæðingu með sérstakri áherslu á áhrif hnattvæðingar og fjölmenningar á stöðu og framtíð íslensks þjóðfélags. Loks verður fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og hugsanleg áhrif hennar á félagsgerð Íslands frá alþjóðlegu sjónarhorni.
Viðeigandi bækur:
ÞMN0276110 Þjóðir og menning á norðurslóðum
Námskeiðið er ítarleg kynning á þjóðum og menningu á norðurslóðum út frá rannsóknum í félagsvísindum, sagnfræði og almennum mannvísindum með sérstakri áherslu á mannfræði. Á meðal viðfangsefna verða atvinnu- og framleiðsluhættir á meðal frumbyggja og annarra íbúa norðursins; iðnvæðing, auðlindanýting og hagþróun; breytingar og stöðuleiki samfélaga og menningar; mannlífsþróun, aðlögunarhæfni og áskoranir örra félagslegra og vistrænna breytinga; auðlindastjórnun og málefni stjórn- og lögskipunar; sjálfstjórn, staðbundin þekking og lífvænleiki samfélaga; og hnattvæðing, ímyndir norðursins og öryggismálefni. Námskeiðið samsvarar og er metið sem BCS 321 í námskrá Háskóla norðurslóða.
Viðeigandi bækur:
Félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga