Skip to product information
1 of 1

Rafbækur í félagsvísindum

Afbrotafræði

Afbrotafræði

Regular price 2.500 ISK
Regular price Sale price 2.500 ISK
Sale Sold out
Taxes included.

Í þessari bók færð þú tækifæri til að kafa í mikilvæga þætti eins og mismunun, valdaójafnvægi og þau áhrif sem fjölmiðlar og samfélagsviðmið hafa á hugmyndir okkar um réttlæti og öryggi. Með lifandi dæmum, mismunandi sjónarhornum og myndum sem hjálpa til við að skýra efnið, skoðar bókin hvernig afbrot og samfélagsviðbrögð þróast samhliða því að greina hvernig þessi kraftar tengjast samfélagslegum rótum.

Smelltu hér til að skoða sýnishorn af bókinni

Lesandinn er hvattur til að skoða bæði afbrot og réttlæti í breiðara samhengi og skoða eigin viðhorf til þeirra. Hver er uppruni laga og hvernig breytast þau eftir tíðaranda og menningarlegum straumum? Hvaða áhrif hafa hugmyndir okkar um réttlæti á þá sem verða fyrir afbrotum eða fremja þau og hvernig þróast þessi viðhorf þegar samfélagið breytist?

Afbrotafræðin er ekki bara fræðigrein heldur lifandi og spennandi leið til að öðlast dýpri skilning á samfélaginu. Hún opnar augu þín fyrir því hvernig félagsleg og efnahagsleg viðmið geta ýtt undir eða hindrað afbrot, hvernig réttarkerfið speglar samfélagsleg gildi og hver áhrif þessa flókins samspils eru á daglegt líf okkar allra. Það er mín ósk að bókin muni hvetja þig til að skoða samtímann með nýjum augum, þróa gagnrýna hugsun og þekkingu sem ekki bara skýrir, heldur hjálpar þér að leggja þitt af mörkum til að bæta samfélagið og hafa áhrif.

Stafbók slf.

Traðarberg 19 - Hafnarfjörður

Ekki er hægt að fá vöruna endurgreidda

Ekki er hægt að skila vörunni

Varan er afhent með tölvupósti og lykilorði

View full details