Rafbækur í félagsvísindum
Almenn félagsfræði
Almenn félagsfræði
Couldn't load pickup availability
Bókin Almenn félagsfræði er afrakstur margra ára reynslu minnar sem félagsfræðikennari, þar sem ég hef safnað efni og hugmyndum úr öllum áttum samhliða því að fylgja nýjustu straumum í greininni. Hún er sérstaklega skrifuð fyrir nemendur sem eru að kynnast félagsfræði í fyrsta sinn, með það markmið að gera flókin hugtök aðgengileg og áhugaverð.
Hægt er að nálgast sýnishorn af bókinni með því að smella hér.
Bókin er ríkulega myndskreytt, með myndum sem tengja vel við efnið. Myndirnar hjálpa til við að tengja við efnistökin og gera efnið auðskiljanlegra og skemmtilegra fyrir lesendur. Við förum meðal annars í saumana á grundvallarspurningum eins og „Hvað er félagsfræði?“, skoðum helstu kenningar og siðferðileg álitamál og kynnum okkur félagsfræðilegar rannsóknaraðferðir. Áhersla er lögð á hvernig samfélagið mótar einstaklinga, til dæmis í gegnum menningu, líkamsmyndir og þróun hinnar stafrænu byltingar.
Ítarleg umfjöllun er einnig um frávik og félagsleg völd, afbrotafræði, fátækt og félagslega stöðu, sem og innflytjendur og flóttamenn, auk þess sem við köfum djúpt í fjölskylduna, sambúðarform og stjúptengsl.
Bókin tekur einnig á stórum samfélagslegum áskorunum eins og hnattvæðingu, íslenskum vinnumarkaði, stjórnmálum og loftslagsbreytingum. Að lokum skoðum við kyn og kyngervi og hvernig samfélagið mótar hugmyndir okkar um kynhlutverk.
Bókin hefur hlotið afar góða dóma, þar á meðal frá kennara í félagsvísindagreinum sem sagði: „Ég er vandræðalega svekkt yfir því að vera ekki að kenna félagsfræði núna því ég missi af því að prufukeyra bókina þína.“ Greinandi og sérfræðingur sagði: „Þetta er virkilega aðgengileg og þægileg bók að lesa.“ Annar kennari í félagsfræði benti á: „Það sem ég hef lesið hefur verið spennandi og stefni ég á að reyna að nýta hana í áfanga hjá mér sem fyrst.“ Stjórnandi í framhaldsskóla lýsti bókinni sem „virkilega skemmtilegri, fallegri og frábærri, með skemmtilegum atriðum samhiða því að vera mjög upplýsandi og aðgengileg.“
Markmið bókarinnar er að bjóða nemendum upp á innsýn í það hvernig samfélagið virkar og hvernig þeir geta betur skilið sjálfa sig sem hluta af því. Ég vona að þessi bók veiti nemendum verkfæri til að skoða heiminn með félagsfræðilegum augum og verði þannig virkari þátttakendur í mótun framtíðarinnar.
Stafbók slf.
Traðarberg 19 - Hafnarfjörður
Ekki er hægt að fá vöruna endurgreidda
Ekki er hægt að skila vörunni
Varan er afhent með tölvupósti og lykilorði
Share
