Skip to product information
1 of 1

Rafbækur í félagsvísindum

Félagsfræði í nútímanum

Félagsfræði í nútímanum

Regular price 2.500 ISK
Regular price Sale price 2.500 ISK
Sale Sold out
Taxes included.

Bókin „Inngangur að félagsfræði: Grunnur að skilningi á samfélaginu“ veitti grunnþekkingu á félagsfræðilegum kenningum og hugtökum, þar sem fjallað var um ýmis samfélagsleg málefni á skýran og aðgengilegan hátt. Í framhaldi af þeirri bók leggjum við nú inn í samtímann með Félagsfræði í nútímanum. Þessi bók tekur á mikilvægum málefnum og breytingum sem við stöndum frammi fyrir í nútímasamfélagi, þar sem hnattræn öfl, tækniþróun og samfélagsbreytingar hafa sífellt meiri áhrif á daglegt líf.

Hægt er að nálgast sýnishorn af bókinni með því að smella hér.

Í þessum hluta bókarinnar einblínum við á það hvernig stafræna byltingin hefur umbreytt samfélaginu, samskiptamynstri og vinnuháttum. Við könnum hvernig þessi bylting hefur haft áhrif á fjölskyldutengsl, jafnt sem á vinnumarkaðinn. Samhliða hnattvæðingu og loftslagsbreytingum hefur innflytjendum fjölgað og áskorunum sem innflytjendur og flóttamenn standa frammi fyrir eru viðfangsefni bókarinnar.

 

Fjölskyldan, í öllum sínum myndum, er sett í brennidepil með sérstaka áherslu á hvernig breytt sambúðarform og stjúptengsl móta tengsl milli einstaklinga og hvernig jaðarhópar, bæði innan fjölskyldunnar og utan, glíma við áskoranir í nútímasamfélagi. Samfélagslegar breytingar eru einnig skoðaðar í samhengi við íslenskan vinnumarkað, þar sem tæknivæðing og alþjóðleg samkeppni hafa umbreytt hefðbundnum vinnuskilyrðum og búið til nýjar áskoranir og tækifæri.

 

Loftslagsbreytingar og sjálfbærni eru óhjákvæmilegar áskoranir í samtímanum og við greinum hvernig samfélög bregðast við þessum breytingum. Líkamsmyndir verða sífellt fyrir áhrifum af samfélagslegum og menningarlegum breytingum og við skoðum hvernig líkamsímyndir og staðalímyndir hafa áhrif á sjálfsmynd einstaklinga.

 

Íþróttafélagsfræði opnar okkur sýn inn í hvernig íþróttir spegla samfélagsstöðu og félagslega aðgreiningu, þar sem keppni og sameiginlegar athafnir skapa bæði einingu og samkeppni meðal hópa. Að lokum tökum við fyrir gervigreind í samtíma og framtíð sem og framandi félagslega töfra, þar sem við skoðum hvernig tækni, menning og félagsleg öfl fléttast saman á ófyrirséðan hátt og móta nútímasamfélagið.

"Félagsfræði í nútímanum veitir lesendum tækifæri til að kafa dýpra í þessi þemu og öðlast innsýn í hvernig samfélagsöflin móta framtíðina.

Bókin er mikilvægt framlag til kennslu félagsvísinda á framhaldsskólastigi, þar sem hún veitir áhugaverða innsýn í samtímaleg samfélagsleg fyrirbæri á skýran og aðgengilegan hátt.

Höfundurinn tekur til umfjöllunar helstu áskoranir samtímans í félagsfræðinni, eins og tæknivæðingu, hnattvæðingu, fjölskyldutengsl, innflytjendur og vinnumarkaðinn á nýstárlegan og áhugaverðan hátt fyrir nemendur. Með lifandi dæmum sem tengjast nútímasamfélaginu og nýrri framsetningu, ásamt áhugaverðum greiningum, hvetur bókin nemendur til að þróa með sér bæði gagnrýna hugsun og áhuga á samfélagsbreytingum núttímans.

Bókin er ekki einungis kennslubók heldur einnig ómetanleg heimild fyrir þá sem vilja öðlast betri skilning á samfélagslegum breytingum og þróun."

Helgi Gunnlaugsson - prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

 

Stafbók slf.

Traðarberg 19 - Hafnarfjörður

Ekki er hægt að fá vöruna endurgreidda

Ekki er hægt að skila vörunni

Varan er afhent með tölvupósti og lykilorði

View full details